Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 25. maí 2025 07:31 Við sem störfum með fyrirtækjum eigum eitt sameiginlegt markmið: að þau nái árangri. En hvað er raunverulegur árangur? Fjárhagslegur árangur er oft það fyrsta sem litið er til – hvað situr eftir í kassanum? En sá árangur næst ekki nema með markvissri rekstrarstjórn, að þekkja lykiltölur og draga úr kostnaði, t.d. vegna rafmagns, eldsneytis, sorps eða matarsóunar. Þetta er grunnurinn – en hann segir ekki allt. Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Mælikvarðar eins og ánægja starfsmanna og íbúa, stuðningur við íþróttastarf, innkaup í heimabyggð og þátttaka í samfélagsverkefnum skipta máli. Þátttaka í samfélaginu styrkir tengsl og hefur bein áhrif á upplifun gesta – og þar með endurtekna heimsókn. Ferðaþjónustan hefur sýnt leiðtogahlutverk, t.d. í verndun náttúru og talningu villtra dýra, fræðslu um jökla og mikilvægi réttrar umgengni og ferðahegðunar. Gestir taka virkan þátt, öðlast dýpri tengingu og ferðast heim með þekkingu og lærdóm sem getur haft áhrif víðar. Fyrirtæki bera einnig ábyrgð á því hvaða valmöguleikar eru mest áberandi: Er rafmagnsbíll sjálfgefið val? Er rétturinn með staðbundnu hráefni mest áberandi? Er boðið upp á samfélagsverkefni fyrir gesti? Við fáum yfir 2 milljónir ferðamanna árlega. Hver og einn er tækifæri til að hafa áhrif – einn einstaklingur í einu, einn dag í einu. Ferðaþjónustan getur verið afl til góðra verka og lykill í sjálfbærri og nærandi byggðaþróun. Raunverulegur árangur mælist í áhrifum – ekki aðeins á reksturinn, heldur á samfélagið, náttúruna og gestina. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Við sem störfum með fyrirtækjum eigum eitt sameiginlegt markmið: að þau nái árangri. En hvað er raunverulegur árangur? Fjárhagslegur árangur er oft það fyrsta sem litið er til – hvað situr eftir í kassanum? En sá árangur næst ekki nema með markvissri rekstrarstjórn, að þekkja lykiltölur og draga úr kostnaði, t.d. vegna rafmagns, eldsneytis, sorps eða matarsóunar. Þetta er grunnurinn – en hann segir ekki allt. Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Mælikvarðar eins og ánægja starfsmanna og íbúa, stuðningur við íþróttastarf, innkaup í heimabyggð og þátttaka í samfélagsverkefnum skipta máli. Þátttaka í samfélaginu styrkir tengsl og hefur bein áhrif á upplifun gesta – og þar með endurtekna heimsókn. Ferðaþjónustan hefur sýnt leiðtogahlutverk, t.d. í verndun náttúru og talningu villtra dýra, fræðslu um jökla og mikilvægi réttrar umgengni og ferðahegðunar. Gestir taka virkan þátt, öðlast dýpri tengingu og ferðast heim með þekkingu og lærdóm sem getur haft áhrif víðar. Fyrirtæki bera einnig ábyrgð á því hvaða valmöguleikar eru mest áberandi: Er rafmagnsbíll sjálfgefið val? Er rétturinn með staðbundnu hráefni mest áberandi? Er boðið upp á samfélagsverkefni fyrir gesti? Við fáum yfir 2 milljónir ferðamanna árlega. Hver og einn er tækifæri til að hafa áhrif – einn einstaklingur í einu, einn dag í einu. Ferðaþjónustan getur verið afl til góðra verka og lykill í sjálfbærri og nærandi byggðaþróun. Raunverulegur árangur mælist í áhrifum – ekki aðeins á reksturinn, heldur á samfélagið, náttúruna og gestina. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar