Jón Pétur greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi glímt við smávegis hósta og kvef síðustu daga. Hann keypti ColdZyme-munnúða til að flýta fyrir bata. Hundur Jóns er svo í meðferð vegna veikinda í eyrum og þarf meðal í formi eyrnaúða við þeim.
Hann segist hafa vaknað í fyrrinótt slæmur í hálsinum, fengið sér vatnsglas, séð úðabrúsann og sent tvö púst ofan í kokið á sér.
„Eitthvað var bragðið rammt og brennandi. Skoðaði glasið og þar blasti við mynd af hundi,“ segir Jón Pétur.
Hann segir sér ekki hafa orðið svefnsamt tímana á eftir með eyrnasprey fyrir hunda úðað ofan í kokið á sér.