Í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja á Facebook segir að tilkynning hafi borist á ellefta tímanum í gærkvöldi. Slökkvistarfi hafi lokið um tveimur tímum síðar og á þriðjatímanum hafi öllum frágangi eftir útkallið verið lokið.
Þá segir að um tólf þúsund lítrar af vatni hafi verið notaðir við útkallið.
