Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 10:00 Pascal Siakam gaf tóninn fyrir Indiana Pacers gegn New York Knicks í nótt. getty/Dustin Satloff Pascal Siakam skoraði 39 stig þegar Indiana Pacers sigraði New York Knicks, 109-114, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Pacers leiðir einvígið, 2-0, og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins. Siakam byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu ellefu stig Pacers og sautján stig í 1. leikhluta. Kamerúninn endaði með 39 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni á ferlinum. PASCAL SIAKAM DROPS A PLAYOFF-CAREER HIGH 39 POINTS 🔥PACERS TAKE 2-0 EAST FINALS LEAD 📈👀6 straight road playoff wins for Indiana! pic.twitter.com/3X2F5ZaGkw— NBA (@NBA) May 24, 2025 Sex leikmenn Indiana skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Tyrese Haliburton, hetja liðsins í fyrsta leiknum í einvíginu, skoraði fjórtán stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Myles Turner skoraði sextán stig, þar af þrettán í 4. leikhluta. Indiana hefur nú unnið sex útileiki í röð í úrslitakeppninni og getur klárað einvígið og komist í úrslit NBA í fyrsta sinn í aldarfjórðung með sigri í næstu tveimur leikjum á heimavelli. Rick Carlisle, þjálfari Pacers, er samt með báða fætur á jörðinni. „Það eru margar gildrur þarna. Þú getur ekki búist við að það verði auðvelt að fara heim. Það er aldrei svoleiðis. Þetta verður alltaf erfiðara eftir því sem þú ferð lengra í úrslitakeppninni. Og New York býr yfir ótrúlegum baráttuanda,“ sagði Carlisle. Jalen Brunson skoraði 36 stig og gaf ellefu stoðsendingar í liði Knicks. Mikal Bridges og Karl-Anthony Towns voru með sitt hvor tuttugu stigin. NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Siakam byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu ellefu stig Pacers og sautján stig í 1. leikhluta. Kamerúninn endaði með 39 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni á ferlinum. PASCAL SIAKAM DROPS A PLAYOFF-CAREER HIGH 39 POINTS 🔥PACERS TAKE 2-0 EAST FINALS LEAD 📈👀6 straight road playoff wins for Indiana! pic.twitter.com/3X2F5ZaGkw— NBA (@NBA) May 24, 2025 Sex leikmenn Indiana skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Tyrese Haliburton, hetja liðsins í fyrsta leiknum í einvíginu, skoraði fjórtán stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Myles Turner skoraði sextán stig, þar af þrettán í 4. leikhluta. Indiana hefur nú unnið sex útileiki í röð í úrslitakeppninni og getur klárað einvígið og komist í úrslit NBA í fyrsta sinn í aldarfjórðung með sigri í næstu tveimur leikjum á heimavelli. Rick Carlisle, þjálfari Pacers, er samt með báða fætur á jörðinni. „Það eru margar gildrur þarna. Þú getur ekki búist við að það verði auðvelt að fara heim. Það er aldrei svoleiðis. Þetta verður alltaf erfiðara eftir því sem þú ferð lengra í úrslitakeppninni. Og New York býr yfir ótrúlegum baráttuanda,“ sagði Carlisle. Jalen Brunson skoraði 36 stig og gaf ellefu stoðsendingar í liði Knicks. Mikal Bridges og Karl-Anthony Towns voru með sitt hvor tuttugu stigin.
NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira