Sást ekki til sólar fyrir mýi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. maí 2025 20:02 Hér má sjá svipmyndir sem lýsa ástandinu á Mývatni á mánudag ágætlega. Vísir/skjáskot Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt. Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“ Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira
Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“
Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira