Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar 23. maí 2025 12:02 Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun