Lífið

Eva Lauf­ey og Haraldur selja húsið á Skaganum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva Laufey og Haraldur hafa komið sér vel fyrir á Akranesi.
Eva Laufey og Haraldur hafa komið sér vel fyrir á Akranesi.

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa sett fallegt einbýlishús við Reynigrund á Akranesi á sölu. Ásett verð er 119 milljónir.

„Við höfum ákveðið að setja fallega heimilið okkar á sölu. Hér höfum við átt dásamleg ár í frábæru hverfi með einstökum nágrönnum. Það er virkilega gott að búa hér og við vonum að nýir eigendur njóti þess eins og við höfum gert,“ skrifar Eva og deilir fasteiginni á Facebook.

Eva Laufey og Haraldur hafa komið sér og dætrum sínum upp einstaklega fallegu og hlýlegu heimili á Akranesi. Húsið keyptu þau árið 2016 fyrir 39,5 milljónir króna.

Um er að ræða 184 fermetra einbýlishús á einni hæð, byggt árið 1978. Húsið er vel skipulagt og vel við haldið.  

Stofa og borðstofa er samliggjadi í opnu og björtu rými með stórum gluggum, og þaðan er útgengt á stóran og skjólsælan sólpall með útieldhúsi og heitum og köldum potti. 

Eitt þekktasta eldhús landsins

Eldhúsið er opið að borðstofu og prýtt hvítri og viðarlitaðri innréttingu með góðu skápaplássi. Borðplatan er úr hvítum kvartssteini, Noble Carrara, og þar er notalegur borðkrókur. Hjónin gerðu eldhúsið upp árið 2017 og endurnýjuðu það frá grunni. Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi, og tvö baðherbergi.

Eva Laufey hefur tekið upp fjölda þátta í eldhúsinu heima hjá sér, þar þættina Í eldhúsinu hennar Evu, þar sem hún bauð áhorfendum heim í sitt eigið eldhús. Þættirnir hófu göngu sína árið 2017 og voru sýndir á Stöð 2.

Sjá: Eva Laufey býður áhorfendum í fyrsta skipti heim til sín

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.