Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 20:51 Ómvölurnar fundust að lokum. Kolbrún Birna Kona sem varð fyrir því óláni að henda óvart heyrnartólunum sínum í pappagám Sorpu fékk sannkallaða afbragðsþjónustu þegar hún sneri aftur, sex tímum síðar, til að endurheimta þau. Starfsmaður Sorpu leitaði hátt og lágt í gáminum þar til heyrnartólin fundust. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda. Góðverk Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda.
Góðverk Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira