Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 20:51 Ómvölurnar fundust að lokum. Kolbrún Birna Kona sem varð fyrir því óláni að henda óvart heyrnartólunum sínum í pappagám Sorpu fékk sannkallaða afbragðsþjónustu þegar hún sneri aftur, sex tímum síðar, til að endurheimta þau. Starfsmaður Sorpu leitaði hátt og lágt í gáminum þar til heyrnartólin fundust. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda. Góðverk Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda.
Góðverk Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp