Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 15:57 Perlan fer á 3,5 milljarða, með nokkrum kvöðum. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Félagið hefur verið með starfsemi í Perlunni um nokkurt skeið en kemur nú til með að kaupa húsið að fullu, samkvæmt kaupsamningnum sem samþykktur var á fund borgarráðs í dag. Börnin fái að koma í heimsókn Í fundargerð er vísað til bókunar fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, þar sem því er lýst yfir að þremur kvöðum verði þinglýst á eignirnar samhliða kaupsamningi: Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eignunum. Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir í þau náttúrusöfn sem verði rekin í eignunum endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1. til 10. bekk. Umræða um brunaútsölu Einari ekki að skapi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu kaupsamningsins. Þrátt fyrir það bókuðu þeir um stuðning sinn við sölu Perlunnar, en gerðu fyrirvara við „greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir“. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og fulltrúi Framsóknar í borgarráði, studdi söluna og lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn styður sölu Perlunnar og minnir á að umræða um brunaútsölu á eignum til þess að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar fyrir áramót var ómálefnaleg enda sýnir ársreikningur að borgarsjóður var rekinn með tæplega fimm milljarða afgangi þrátt fyrir að Perlan seldist ekki fyrir áramót. Perlan er hér seld á uppsettu verði og sú starfsemi sem þar er í dag heldur áfram og mun nýtast bæði reykvískum skólabörnum og almenningi öllum jafnt sem ferðamönnum.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Félagið hefur verið með starfsemi í Perlunni um nokkurt skeið en kemur nú til með að kaupa húsið að fullu, samkvæmt kaupsamningnum sem samþykktur var á fund borgarráðs í dag. Börnin fái að koma í heimsókn Í fundargerð er vísað til bókunar fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, þar sem því er lýst yfir að þremur kvöðum verði þinglýst á eignirnar samhliða kaupsamningi: Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eignunum. Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir í þau náttúrusöfn sem verði rekin í eignunum endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1. til 10. bekk. Umræða um brunaútsölu Einari ekki að skapi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu kaupsamningsins. Þrátt fyrir það bókuðu þeir um stuðning sinn við sölu Perlunnar, en gerðu fyrirvara við „greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir“. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og fulltrúi Framsóknar í borgarráði, studdi söluna og lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn styður sölu Perlunnar og minnir á að umræða um brunaútsölu á eignum til þess að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar fyrir áramót var ómálefnaleg enda sýnir ársreikningur að borgarsjóður var rekinn með tæplega fimm milljarða afgangi þrátt fyrir að Perlan seldist ekki fyrir áramót. Perlan er hér seld á uppsettu verði og sú starfsemi sem þar er í dag heldur áfram og mun nýtast bæði reykvískum skólabörnum og almenningi öllum jafnt sem ferðamönnum.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira