Kristófer Daði er aðeins tíu ára gamall og náði því hágæta afreki að slá golfkúlunni í holuna í fyrsta höggi á 14. braut Vestmannaeyjavallar í gær. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja notaði Kristófer 6 járn í höggið.
Kristófer er eðli málsins samkvæmt yngstur í sögu vallarins til að fara holu í höggi.