Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 13:07 Svona líta bílarnir út. Here Alþjóðlega tæknifyrirtækið HERE Technologies ætlar í sumar að kortleggja stærstan hluta íslenska vegakerfisins úr fólksbílum á vegum fyrirtækisins. Tilgangurinn er meðal annars sá að styðja við akstur sjálfkeyrandi ökutækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem er að mestu í eigu bílaframleiðendanna Audi, BMW Group og Mercedes‑Benz Group. HERE Tecnologies safnar nákvæmum vegagögnum og víðmyndum af vegsamgöngukerfi fjölmargra landa um allan heim í því skyni að búa til fullkomin stafræn öku- og leiðsögukort. Fólksbílum á vegum HERE verður á tímabilinu maí til og með ágúst ekið eftir þjóðvegum, stofnvegum og götum landsins til að kortleggja stærstan hluta íslenska vegakerfisins með þrívíddartækni. Þannig safna bílarnir mjög nákvæmum upplýsingum á leið sinni, þar á meðal akreinamerkingum og skiltum. Bílarnir, sem eru merktir HERE, munu einnig taka þrívíðar myndir og götumyndir, auk mynda af tilteknum stöðum á borð við verslanir, bensínstöðvar og veitingastaði. „HERE notar háþróuðustu tækni sem völ er á til gagnasöfnunarinnar og úrvinnslu upplýsinganna á sama tíma og þess er gætt í hvívetna að virða og vernda friðhelgi einkalífs almennings,“ segir í tilkynningunni. Kortið sýnir þá vegi sem eknir verða. „Upplýsingarnar verða notaðar við gerð ítarlegra korta af Íslandi, sem hönnuð verða til að styðja m.a. við akstur sjálfkeyrandi ökutækja og aðra háþróaða þjónustu sem bætt getur umferðaröryggi, dregið úr umferðarteppum og gert fólki kleift að komast með sem greiðustum hætti milli áfangastaða í þéttbýli.“ Næstu vikurnar verður bílum HERE ekið alla helstu aðalvegi og stofnbrautir landsins auk gatna á helstu þéttbýlisstöðum. HERE er skuldbundið til að virða og vernda friðhelgi einkalífs almennings. „Safnað myndefni geymist til að byrja með í ökutækjunum en verður síðan flutt dulkóðað á öruggan geymslustað á vegum fyrirtækisins. Þar verða gögnin unnin með háþróuðum hugbúnaðarkerfum og algórisma til að greina og hylja andlit og bílnúmer. Myndir verða aðeins birtar eftir að andlit og bílnúmer hafa verið þokuð.“ HERE Techonologies var upphaflega stofnað 1985 sem Navteq í Bandaríkjunum, síðar keypt af finnska fyrirtækinu Nokia árið 2007 fyrir um 8,1 milljarð dala. Árið 2015 keyptu Audi, BMW og Daimler (nú Mercedes‑Benz Group) HERE fyrir um 2,8 milljarða evra. Samgöngur Bílar Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem er að mestu í eigu bílaframleiðendanna Audi, BMW Group og Mercedes‑Benz Group. HERE Tecnologies safnar nákvæmum vegagögnum og víðmyndum af vegsamgöngukerfi fjölmargra landa um allan heim í því skyni að búa til fullkomin stafræn öku- og leiðsögukort. Fólksbílum á vegum HERE verður á tímabilinu maí til og með ágúst ekið eftir þjóðvegum, stofnvegum og götum landsins til að kortleggja stærstan hluta íslenska vegakerfisins með þrívíddartækni. Þannig safna bílarnir mjög nákvæmum upplýsingum á leið sinni, þar á meðal akreinamerkingum og skiltum. Bílarnir, sem eru merktir HERE, munu einnig taka þrívíðar myndir og götumyndir, auk mynda af tilteknum stöðum á borð við verslanir, bensínstöðvar og veitingastaði. „HERE notar háþróuðustu tækni sem völ er á til gagnasöfnunarinnar og úrvinnslu upplýsinganna á sama tíma og þess er gætt í hvívetna að virða og vernda friðhelgi einkalífs almennings,“ segir í tilkynningunni. Kortið sýnir þá vegi sem eknir verða. „Upplýsingarnar verða notaðar við gerð ítarlegra korta af Íslandi, sem hönnuð verða til að styðja m.a. við akstur sjálfkeyrandi ökutækja og aðra háþróaða þjónustu sem bætt getur umferðaröryggi, dregið úr umferðarteppum og gert fólki kleift að komast með sem greiðustum hætti milli áfangastaða í þéttbýli.“ Næstu vikurnar verður bílum HERE ekið alla helstu aðalvegi og stofnbrautir landsins auk gatna á helstu þéttbýlisstöðum. HERE er skuldbundið til að virða og vernda friðhelgi einkalífs almennings. „Safnað myndefni geymist til að byrja með í ökutækjunum en verður síðan flutt dulkóðað á öruggan geymslustað á vegum fyrirtækisins. Þar verða gögnin unnin með háþróuðum hugbúnaðarkerfum og algórisma til að greina og hylja andlit og bílnúmer. Myndir verða aðeins birtar eftir að andlit og bílnúmer hafa verið þokuð.“ HERE Techonologies var upphaflega stofnað 1985 sem Navteq í Bandaríkjunum, síðar keypt af finnska fyrirtækinu Nokia árið 2007 fyrir um 8,1 milljarð dala. Árið 2015 keyptu Audi, BMW og Daimler (nú Mercedes‑Benz Group) HERE fyrir um 2,8 milljarða evra.
Samgöngur Bílar Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira