Lagið heitir Morgunóður og er lýst sem upplyftandi morgunkveðju. Hér má hlusta á lagið:
Í fréttatilkynningu segir:
„Hjálmar fagna sumrinu með útgáfu nýs lags, Morgunóður. Lagið er eftir Þorstein Einarsson, sem syngur og leikur á gítar í laginu.
Morgunóður er upplyftandi morgunkveðja sem fangar kjarnann í því sem Hjálmar hafa staðið fyrir frá upphafi, hlýja tóna, vandaða textagerð og fyrsta flokks hljóðfæraleik.“

Sveitina skipa Guðmundur Kristinn Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Sigurður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þorsteinn Einarsson. Sérstakir gestir á laginu eru tónlistarsnillingarnir Óskar Guðjónsson á saxófónn, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Rakel Sigurðardóttir með raddir.
Í tilefni útgáfunnar munu Hjálmar standa fyrir alvöru Hjálma tónleikum í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ laugardaginn 24. maí. Nánari upplýsingar um það má finna hér.