Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 12:11 Úr eftirlitsmyndavélakerfinu á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira