Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 12:11 Úr eftirlitsmyndavélakerfinu á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira