Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar 21. maí 2025 10:01 Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hinsegin Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar