Enski boltinn

„Manchester er heima“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Bruyne kveður Etihad.
De Bruyne kveður Etihad. EPA-EFE/ASH ALLEN

Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett lit sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann fjölda titla með.

Man City lagði Bournemouth 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er í góðri stöðu til að tryggja sér Meistaradeildarsæti í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Leikurinn var jafnframt síðasti heimaleikur De Bruyne fyrir félagið.

„Manchester er heima. Manchester er þar sem börnin mín voru fædd. Ég kom hingað með eiginkonu minni Michelle og við ætluðum okkur að vera hér lengi en bjuggumst ekki við að vera hér í áratug. Að gera það sem við höfum gert með félaginu, stuðningsfólk og leikmenn, við höfum unnið allt. Við gerðum borgina, og félagið stærra. Nú munu þeir taka við,“ sagði De Bruyne við stuðningsfólk að leik loknum.

„Ég vildi spila af ástríðu, ég vildi sýna sköpunargleði mína. Ég vildi njóta fótboltans og vona að þið öll hafið notið með mér. Öll hafa ýtt mér til að vera besta útgáfan af sjálfum mér bæði innan vallar sem utan. Allir hér hafa gert mig að betri leikmanni. Það er heiður að spila með ykkur. Ég hef eignast vini fyrir lífstíð og mun án efa snúa aftur.“

„Þetta lið reynir að skemmta fólki og vinna á sama tíma. Þetta lið leggur ótrúlega hart að sér, bæði innan vallar sem utan. Þetta lið mun vinna í framtíðinni, með eða án mín. Og þið öll munuð styðja liðið áfram eins og þið hafið gert undanfarin áratug. Þetta lið verður sigursælt á ný.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×