Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá 28 ára gamalli konu: „Er eðlilegt að upplifa tímabil með klikkaðri kynlöngun yfir í alls enga? Þá meina ég heilt ár. Ég veit ég er ekki eikynhneigð (e. asexual) en samt virðist ég geta lifað af án þess að stunda kynlíf í langan tíma og tekið svo tímabil þar sem allt æsir mig.“ Þetta er ekki óalgengt, ekki óeðlilegt og alls ekki eitthvað sem þarf endilega að laga. En það er áhugavert að skoða þessar sveiflur því þær geta kennt okkur ýmislegt um hvernig kynlöngun virkar. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Þegar við hugsum um kynlöngun hugsum við mörg um hana sem nokkuð stöðuga og fyrirsjáanlega. Við teljum okkur eiga að finna fyrir henni nokkuð reglulega í hverri viku eða mánuði. En í raun er hún sveiflukennd. Kynlöngun getur kviknað við minnsta áreiti eða kviknað hægt og rólega með snertingu, hljóðum, fantasíum eða hugsunum. Hún getur líka horfið tímabundið. Kynlöngun okkar getur líka verið háð því hvernig við hugsum almennt um kynlíf, hvaða væntingar við höfum til þess og það pláss sem við gefum kynverund okkar í lífinu. Stundum koma tímabil þar sem við finnum fyrir mjög lítilli eða engri kynlöngun.Getty Hvað kemur á undan kynlöngun? Við erum líka mörg vön að hugsa að kynlöngun eigi að kvikna skyndilega. Við erum svo oft að bíða eftir einhvers konar sprengju; sterku merki frá líkamanum sem segir „nú langar mig!“ En sjaldnast virkar þetta þannig, sérstaklega ekki þegar við erum í langtímasambandi, finnum fyrir mikilli streitu eða erum þreytt. Það sem kemur á undan kynlöngun er eftirvænting. Stundum er það ekki kynlöngunin sjálf sem vantar heldur skortur á eftirvæntingu. Kynlöngun kviknar hægt og rólega sem viðbragð við eftirvæntingu og öllu því sem við gerum þegar við erum að leyfa okkur að hlakka til. Forleikurinn er það sem gerist löngu áður en eitthvað kynferðislegt gerist. Að hugsa um væntanlegt kynlíf eða sjálfsfróun, senda skilaboð sem kitla kynlöngunina, augnaráð, dans, tónlist, kertaljós, heitir kossar eða hvísluð orð í eyra. En við getum líka notað ímyndunaraflið; fantaserað eða hlustað á bækur sem byrja að kveikja á kynlöngun. Það þarf ekki alltaf að leiða til kynlífs en það býr til tengingu og kveikir neista sem mögulega getur orðið að einhverju síðar. Eftirvænting snýst um að leyfa sér að hlakka til, hugsa um og byrja að kveikja á kynlöngun. Getty Kynlíf er stundum ekki í forgangi og það er allt í lagi Það koma líka tímabil þar sem við erum bara ekki til í kynlíf. Hvort sem við erum í sambandi eða ein, hvort sem það er vegna þess að við séum upptekin að sinna sköpunargleðinni eða erum að drukkna úr streitu. Það þýðir ekki að við séum búin að missa kynlöngunina fyrir fullt og allt eða að sambandið sé ónýtt. Þetta eru bara sveiflur og þær eru eðlilegur hluti af kynverund flestra. Stundum virkar best að vera ekki að reyna að laga kynlöngunina, heldur leyfa henni að vera eins og hún er. Það er hægt að flæða með henni, nýta sér þá glugga þegar þú finnur fyrir meiri löngun hvort sem það er í kringum egglos, frídafa eða hvað! Ef við viljum gera breytingar og byrja að hafa áhrif á kynlöngunina er gott að skoða hvað er öðruvísi þegar þú finnur fyrir mikilli kynlöngun og svo lítilli. Oft finnum við fyrir meiri kynlöngun þegar okkur líður betur í eigin skinni, okkur gengur vel í vinnunni og/eða fjölskyldulífinu. Kannski er það tengt því að hlúa vel að eigin þörfum og hugsa vel um líkamann. Er það tengt aukinni nánd og þegar þér líður vel í sambandinu þínu? Hvað er það sem einkennir þann tíma þar sem þú finnur fyrir meiri kynlöngun? Getur þú gert meira af því allt árið? Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þetta er ekki óalgengt, ekki óeðlilegt og alls ekki eitthvað sem þarf endilega að laga. En það er áhugavert að skoða þessar sveiflur því þær geta kennt okkur ýmislegt um hvernig kynlöngun virkar. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Þegar við hugsum um kynlöngun hugsum við mörg um hana sem nokkuð stöðuga og fyrirsjáanlega. Við teljum okkur eiga að finna fyrir henni nokkuð reglulega í hverri viku eða mánuði. En í raun er hún sveiflukennd. Kynlöngun getur kviknað við minnsta áreiti eða kviknað hægt og rólega með snertingu, hljóðum, fantasíum eða hugsunum. Hún getur líka horfið tímabundið. Kynlöngun okkar getur líka verið háð því hvernig við hugsum almennt um kynlíf, hvaða væntingar við höfum til þess og það pláss sem við gefum kynverund okkar í lífinu. Stundum koma tímabil þar sem við finnum fyrir mjög lítilli eða engri kynlöngun.Getty Hvað kemur á undan kynlöngun? Við erum líka mörg vön að hugsa að kynlöngun eigi að kvikna skyndilega. Við erum svo oft að bíða eftir einhvers konar sprengju; sterku merki frá líkamanum sem segir „nú langar mig!“ En sjaldnast virkar þetta þannig, sérstaklega ekki þegar við erum í langtímasambandi, finnum fyrir mikilli streitu eða erum þreytt. Það sem kemur á undan kynlöngun er eftirvænting. Stundum er það ekki kynlöngunin sjálf sem vantar heldur skortur á eftirvæntingu. Kynlöngun kviknar hægt og rólega sem viðbragð við eftirvæntingu og öllu því sem við gerum þegar við erum að leyfa okkur að hlakka til. Forleikurinn er það sem gerist löngu áður en eitthvað kynferðislegt gerist. Að hugsa um væntanlegt kynlíf eða sjálfsfróun, senda skilaboð sem kitla kynlöngunina, augnaráð, dans, tónlist, kertaljós, heitir kossar eða hvísluð orð í eyra. En við getum líka notað ímyndunaraflið; fantaserað eða hlustað á bækur sem byrja að kveikja á kynlöngun. Það þarf ekki alltaf að leiða til kynlífs en það býr til tengingu og kveikir neista sem mögulega getur orðið að einhverju síðar. Eftirvænting snýst um að leyfa sér að hlakka til, hugsa um og byrja að kveikja á kynlöngun. Getty Kynlíf er stundum ekki í forgangi og það er allt í lagi Það koma líka tímabil þar sem við erum bara ekki til í kynlíf. Hvort sem við erum í sambandi eða ein, hvort sem það er vegna þess að við séum upptekin að sinna sköpunargleðinni eða erum að drukkna úr streitu. Það þýðir ekki að við séum búin að missa kynlöngunina fyrir fullt og allt eða að sambandið sé ónýtt. Þetta eru bara sveiflur og þær eru eðlilegur hluti af kynverund flestra. Stundum virkar best að vera ekki að reyna að laga kynlöngunina, heldur leyfa henni að vera eins og hún er. Það er hægt að flæða með henni, nýta sér þá glugga þegar þú finnur fyrir meiri löngun hvort sem það er í kringum egglos, frídafa eða hvað! Ef við viljum gera breytingar og byrja að hafa áhrif á kynlöngunina er gott að skoða hvað er öðruvísi þegar þú finnur fyrir mikilli kynlöngun og svo lítilli. Oft finnum við fyrir meiri kynlöngun þegar okkur líður betur í eigin skinni, okkur gengur vel í vinnunni og/eða fjölskyldulífinu. Kannski er það tengt því að hlúa vel að eigin þörfum og hugsa vel um líkamann. Er það tengt aukinni nánd og þegar þér líður vel í sambandinu þínu? Hvað er það sem einkennir þann tíma þar sem þú finnur fyrir meiri kynlöngun? Getur þú gert meira af því allt árið? Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira