„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 07:31 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“ Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira