Innlent

Varað við bikblæðingum um land allt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Ólafur Kr Guðmundsson

Vegagerðin hefur gefið út viðvörun vegna bikblæðingar víða um land og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og draga úr hraða þar sem við á.

„Vart hefur orðið við bikblæðingar í Borgarfirði, á Bröttubrekku, norðan Búðardals sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, við Vatnsdalshóla, á Öxnadalsheiði, á Ólafsfjarðarvegi, á Víkurskarðsvegi, Aðaldalsvegi, á Mývatnsöræfum, á Fagradal, Fjarðarheiði og við Kerið. Vegfarendur eru beðnir að sína aðgát og að draga úr hraða,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Mikil hlýindi hafa verið á landinu undanfarna daga og ekkert lát virðist á því fram í miðja viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×