Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 17. maí 2025 12:32 Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun