„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 11:19 Inga Sæland mundaði sleggjuna í morgun og reif niður vegg. Vísir/Bjarni Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. „Verulega tímabært var að hefja fyrir alvöru uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkið hafið. Málefni eldra fólks eru mér hjartans mál og hafa verið það lengi og nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið. Ég er afar stolt í dag,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatilkynning af því tilefni. Greint var frá því í morgun að Reitir hefðu samið við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðisráðuneytinu segir að nýja hjúkrunarheimilið verði ríflega 6.500 fermetrar og öll herbergin einbýli með baðherbergjum. „Umbreyting Nauthólsvegar 50 í hjúkrunarheimili er liður í stefnu Reita um uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir samfélagið. Breytt aldurssamsetning og öldrun þjóðar kallar á verulega aukningu hjúkrunarrýma og með þessu verkefni svörum við kallinu um innviði sem skipta sköpum fyrir velferð og heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Henti einstaklega vel fyrir hjúkrunarheimili Arkís arkitektar muni sjá um hönnun hússins og meðal annars verði lögð áhersla á þarfir og velferð íbúa og starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða innivist. Þá verði útigarður hannaður þannig að í honum myndist skjólgott og sólríkt útivistar- og dvalarsvæði. Staðsetningin henti einstaklega vel fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis, í nánd við Landspítalann, miðbæ Reykjavíkur og útivistarsvæði á borð við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Fjöldi hjúkrunarrýma í pípunum Þá segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma. Þann 19. mars síðastliðinn hafi verið tilkynnt að samkomulag væri í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Í apríl hafi komið fram að ráðgert væri að taka í notkun 120 hjúkrunarrými á þessu ári og afla 600 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2026 til 2028. Í byrjun maí hafi félags- og húsnæðismálaráðherra tekið fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Ási í Hveragerði og í dag hafi hann hann sem fyrr segir mundað sleggjuna við Nauthólsveg. Á næstu vikum standi til að undirrita samkomulag við nokkur sveitarfélög um lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjúkrunarheimili Reitir fasteignafélag Icelandair Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
„Verulega tímabært var að hefja fyrir alvöru uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkið hafið. Málefni eldra fólks eru mér hjartans mál og hafa verið það lengi og nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið. Ég er afar stolt í dag,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatilkynning af því tilefni. Greint var frá því í morgun að Reitir hefðu samið við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðisráðuneytinu segir að nýja hjúkrunarheimilið verði ríflega 6.500 fermetrar og öll herbergin einbýli með baðherbergjum. „Umbreyting Nauthólsvegar 50 í hjúkrunarheimili er liður í stefnu Reita um uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir samfélagið. Breytt aldurssamsetning og öldrun þjóðar kallar á verulega aukningu hjúkrunarrýma og með þessu verkefni svörum við kallinu um innviði sem skipta sköpum fyrir velferð og heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Henti einstaklega vel fyrir hjúkrunarheimili Arkís arkitektar muni sjá um hönnun hússins og meðal annars verði lögð áhersla á þarfir og velferð íbúa og starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða innivist. Þá verði útigarður hannaður þannig að í honum myndist skjólgott og sólríkt útivistar- og dvalarsvæði. Staðsetningin henti einstaklega vel fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis, í nánd við Landspítalann, miðbæ Reykjavíkur og útivistarsvæði á borð við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Fjöldi hjúkrunarrýma í pípunum Þá segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma. Þann 19. mars síðastliðinn hafi verið tilkynnt að samkomulag væri í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Í apríl hafi komið fram að ráðgert væri að taka í notkun 120 hjúkrunarrými á þessu ári og afla 600 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2026 til 2028. Í byrjun maí hafi félags- og húsnæðismálaráðherra tekið fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Ási í Hveragerði og í dag hafi hann hann sem fyrr segir mundað sleggjuna við Nauthólsveg. Á næstu vikum standi til að undirrita samkomulag við nokkur sveitarfélög um lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjúkrunarheimili Reitir fasteignafélag Icelandair Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira