Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2025 10:31 Sigrún hefur unnið á Stöð 2 í sextán ár. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur. Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast. Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast.
Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira