Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 15:05 Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni ÁTVR í málinu. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar sem féll í málinu í febrúar síðastliðnum. Þá taldi rétturinn að ÁTVR hefði ekki verið stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Hefðu þurft að byggja synjun á málefnalegum sjónarmiðum Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því. Ákvörðun um sölu á koffíndrykk hefur verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ÁTVR hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Ekki hafi áður reynt fyrir dómi á túlkun tiltekinnar greinar laga um verslun með áfengi og tóbak, sem feli í sér matskennda heimild. Málið hafi jafnframt verulegt gildi um túlkun og skýringu á framkvæmd lögbundins hlutverks ÁTVR á grundvelli laganna en lögin þjóni meðal annars því hlutverki að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Einnig hafi þau að markmiði að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Málið hafi verulegt fordæmisgildi um þau sjónarmið sem leyfisbeiðanda sé heimilt að leggja til grundvallar við ákvörðun um að hafna áfengistegund, hvernig hann skuli haga mati sínu og hversu ítarlega þurfi að gera grein fyrir og vísa til þeirra gagna og upplýsinga sem ákvörðun sé reist á. Málið hafi jafnframt verulegt fordæmisgildi um skýringu réttarreglna á sviði stjórnsýsluréttar. Þá hafi málið einnig fordæmisgildi um endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum ákvörðunum sérfróðra stjórnvalda. ÁTVR byggi einnig á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt. Málaferli þegar kostað tæpar fimmtán milljónir Ákvörðun um að taka Shaker ekki í sölu er ekki fyrsta ákvörðun ÁTVR í málefnum Distu sem ratar alla leið fyrir Hæstarétt. Það gerði ákvörðun um að neita að taka tvær tegundir af Faxe bjór ekki í sölu á þeim grundvelli að framlegð þeirra væri ekki nægilega mikil. ÁTVR var gerð afturreka með þá ákvörðun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra varðandi málaferli Distu á hendur ÁTVR. Bryndís spurði ráðherra hver afdrif bjórtegundanna tveggja hefðu orðið eftir dóm Hæstaréttar og hver kostnaður ríkisins af málaferlunum hefði verið. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði ÁTVR ekki hafa tekið bjórtegundirnar og Shaker í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hefðu ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna væri þegar orðinn rétt tæplega fimmtán milljónir króna, fyrir utan óbeinan kostnað ríkislögmanns. Nú er málið sem snýr að Shaker á leið fyrir Hæstarétt og fari svo að ÁTVR lúti enn í lægra haldi hækkar kostnaðurinn enn frekar. Áfengi Dómsmál Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni ÁTVR í málinu. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar sem féll í málinu í febrúar síðastliðnum. Þá taldi rétturinn að ÁTVR hefði ekki verið stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Hefðu þurft að byggja synjun á málefnalegum sjónarmiðum Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því. Ákvörðun um sölu á koffíndrykk hefur verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ÁTVR hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Ekki hafi áður reynt fyrir dómi á túlkun tiltekinnar greinar laga um verslun með áfengi og tóbak, sem feli í sér matskennda heimild. Málið hafi jafnframt verulegt gildi um túlkun og skýringu á framkvæmd lögbundins hlutverks ÁTVR á grundvelli laganna en lögin þjóni meðal annars því hlutverki að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Einnig hafi þau að markmiði að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Málið hafi verulegt fordæmisgildi um þau sjónarmið sem leyfisbeiðanda sé heimilt að leggja til grundvallar við ákvörðun um að hafna áfengistegund, hvernig hann skuli haga mati sínu og hversu ítarlega þurfi að gera grein fyrir og vísa til þeirra gagna og upplýsinga sem ákvörðun sé reist á. Málið hafi jafnframt verulegt fordæmisgildi um skýringu réttarreglna á sviði stjórnsýsluréttar. Þá hafi málið einnig fordæmisgildi um endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum ákvörðunum sérfróðra stjórnvalda. ÁTVR byggi einnig á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt. Málaferli þegar kostað tæpar fimmtán milljónir Ákvörðun um að taka Shaker ekki í sölu er ekki fyrsta ákvörðun ÁTVR í málefnum Distu sem ratar alla leið fyrir Hæstarétt. Það gerði ákvörðun um að neita að taka tvær tegundir af Faxe bjór ekki í sölu á þeim grundvelli að framlegð þeirra væri ekki nægilega mikil. ÁTVR var gerð afturreka með þá ákvörðun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra varðandi málaferli Distu á hendur ÁTVR. Bryndís spurði ráðherra hver afdrif bjórtegundanna tveggja hefðu orðið eftir dóm Hæstaréttar og hver kostnaður ríkisins af málaferlunum hefði verið. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði ÁTVR ekki hafa tekið bjórtegundirnar og Shaker í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hefðu ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna væri þegar orðinn rétt tæplega fimmtán milljónir króna, fyrir utan óbeinan kostnað ríkislögmanns. Nú er málið sem snýr að Shaker á leið fyrir Hæstarétt og fari svo að ÁTVR lúti enn í lægra haldi hækkar kostnaðurinn enn frekar.
Áfengi Dómsmál Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira