Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2025 20:36 Pétur, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Einar Ágúst, formaður björgunarfélagsins á staðnum tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum gestum, sem boðið var til athafnarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira