Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2025 14:32 Styrkurinn var veittur þegar Fylkir og Selfoss mættust á föstudag. Mynd/Hulda Margrét Í tengslum við leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns en hann tengdist báðum félögum sterkum böndum. Fyrir leikinn fékk 2. flokkur beggja félaga, Fylkis og Selfoss, afhentan styrk upp á 250 þúsund krónur til eflingar á starfi sínu, samkvæmt frétt á vef Fylkis. Egill Hrafn Gústafsson lést þann 25. maí 2023, aðeins sautján ára gamall. Hann var mikill fótboltaunnandi og lék með Fylki upp yngri flokkana en var sömuleiðis mikill Selfyssingur og dvaldi á Selfossi stóran hluta uppvaxtaráranna, hjá ömmu, afa og frændfólki sínu þar. Í kjölfar andláts Egils Hrafns var stofnaður minningarsjóður til að heiðra minningu hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við verkefni sem hvetja ungmenni á aldrinum 16–20 ára til áframhaldandi þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og þar er leikgleði, ást á fótboltanum og skemmtun höfð að leiðarljósi, eins og segir í frétt Fylkis. Þar segir einnig að Egill hafi verið litríkur og skemmtilegur einstaklingur sem fór mikið fyrir. Hann sagði hlutina eins og þeir voru, hispurslaust og án fílters. Þau sem þekktu hann eigi ótal fallegar minningar og margar góðar Egilssögur. Með starfsemi styrktarsjóðsins er minningu Egils Hrafns á lofti og sjóðurinn styður við það sem Egill sjálfur brann fyrir. Knattspyrnudeildir Fylkis og Selfoss senda fjölskyldu hans innilegar þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag í ungmennastarfið. Fylkir UMF Selfoss Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Fyrir leikinn fékk 2. flokkur beggja félaga, Fylkis og Selfoss, afhentan styrk upp á 250 þúsund krónur til eflingar á starfi sínu, samkvæmt frétt á vef Fylkis. Egill Hrafn Gústafsson lést þann 25. maí 2023, aðeins sautján ára gamall. Hann var mikill fótboltaunnandi og lék með Fylki upp yngri flokkana en var sömuleiðis mikill Selfyssingur og dvaldi á Selfossi stóran hluta uppvaxtaráranna, hjá ömmu, afa og frændfólki sínu þar. Í kjölfar andláts Egils Hrafns var stofnaður minningarsjóður til að heiðra minningu hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við verkefni sem hvetja ungmenni á aldrinum 16–20 ára til áframhaldandi þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og þar er leikgleði, ást á fótboltanum og skemmtun höfð að leiðarljósi, eins og segir í frétt Fylkis. Þar segir einnig að Egill hafi verið litríkur og skemmtilegur einstaklingur sem fór mikið fyrir. Hann sagði hlutina eins og þeir voru, hispurslaust og án fílters. Þau sem þekktu hann eigi ótal fallegar minningar og margar góðar Egilssögur. Með starfsemi styrktarsjóðsins er minningu Egils Hrafns á lofti og sjóðurinn styður við það sem Egill sjálfur brann fyrir. Knattspyrnudeildir Fylkis og Selfoss senda fjölskyldu hans innilegar þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag í ungmennastarfið.
Fylkir UMF Selfoss Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira