Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 12:30 Hestar í miðbænum í fyrra. Þeir verða ekki í miðbænum í ár. LANDSMÓT Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur. Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur.
Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent