Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 09:06 Karim Khan, yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins, sem sætir bandarískum refsiaðgerðum vegna handtökuskipunar sem var gefin út á hendur leiðtogum Ísraels. AP/Marwan Ali Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim. Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim.
Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira