Slysið átti sér stað í afskekktum fjöllum Washington-ríkis á vesturströnd Bandaríkjanna.
Anton Tselykh, sem er 38 ára gamall, lifði slysið af en þeir Vishnu Irigireddy (48), Tim Nguyen (63) og Oleksander Martynenko (36) létu lífið.

AP fréttaveitan segir að lögregluþjónar hafi enn ekki getað rætt við Tselykh, sem er á sjúkrahúsi í Seattle, og því sé margt óljóst varðandi slysið. Tselykh er sagður í stöðugu ástandi.
Það liggur hins vegar fyrir að fjórmenningarnir voru að klifra upp kletta sem kallast Early winters spires að kvöldi til. Þegar þeir voru á leið niður losnaði klifurfleygur sem þeir notuðu frá klettinum svo þér féllu um sextíu metra til jarðar og rúlluðu svo niður hlíð, um sextíu metra til viðbótar.
Talið er að þeir hafi verið á leið upp klettana þegar þeir séu að von var á óveðri og hafi verið á leið aftur niður þegar klifurfleygurinn losnaði og fannst hann fastur við haldreipi þeirra. Talið er að fleygurinn hafi verið mjög gamall en klettarnir eru vinsælir hjá fjallgöngumönnum og klifurfuglum.
Tselykh er sagður hafa losað sig úr haldreipinu eftir fallið og gengið að bíl sínum en þá keyrði hann þar til hann komst í síma. Ferðin er talin hafa tekið í það minnsta tólf klukkustundir.
Þrír björgunarsveitarmenn fóru á vettvang og fundu líkin þrjú með GPS-gögnum sem einn klifrarinn hafði deilt með vinum sínum. Nota þurfti þyrlu til að flytja líkin á brott vegna þess hve svæðið er erfitt yfirferðar.