Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 15:55 Ferðamennirnir biðu utan rútunnar meðan annar bílstjóri var kallaður út. Vísir Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða. Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða.
Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira