Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 15:55 Ferðamennirnir biðu utan rútunnar meðan annar bílstjóri var kallaður út. Vísir Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða. Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjöldinn allur af ökutækjum var stöðvaður þar sem bæði var verið að athuga ástand ökutækja og öryggisbúnaðar en einnig atvinnu- og landvistarleyfi bílstjóra. Ein rúta með ferðamönnum á vegum ME Travel var stöðvuð og kyrrsett þar sem bílstjórinn hafði ekki tilskilin leyfi til að aka rútunni. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns varðaði málið endurnýjun á tákntölunni 95 í skírteini bílstjórans. Ljúka þarf námskeiði á fimm ára fresti til að endurnýja tákntöluna en með henni hafa bílstjórar leyfi til að starfa við akstur innan EES svæðisins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ásmundur Einarsson, eigandi ME Travel, bílstjóra almennt bera sjálfir ábyrgð á því að fara í endurmenntun á fimm ára fresti. Bílstjórinn sé með öll ökuréttindi en leyfið sem hann skorti var tákntala 95 og án þess megi hann ekki keyra gegn greiðslu. Ásmundur segir einnig að bílstjórinn, sem hóf störf fyrir um hálfum mánuði, hafi starfað sem bílstjóri í 25 ár og hafi sýnt fram á að vera með öll tilskilin réttindi þegar hann hóf störf. „Hann er með öll tilskilin réttindi og kominn með gögn frá sýslumanni um að hann hafi lokið endurmenntun,“ segir Ásmundur. Fréttastofa ræddi við bílstjóra rútunnar á vettvangi sem fagnaði eftirliti lögreglu og virtist ekki meðvitaður um að nokkuð væri í ólagi. Ferðamenn rútunnar sátu sem fastast í rútunni á meðan skoðunin fór fram. Þeir viðruðu sig síðan í hrauninu við Suðurlandsveg, eins og sjá má í myndbandinu að neðan, á meðan beðið var eftir öðrum bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var rútan á leiðinni Gullna hringinn um Gullfoss og Geysi, var kallaður út annar bílstjóri. ME Travel komst í fréttirnar í febrúar þegar rúta á vegum fyrirtækisins festist á grasflötinni við Höfða í Reykjavík. Í ljós kom að bílstjórinn var óreyndur og hafði fyrr um daginn ekið á skilti við Pósthússtræti í Reykjavík. Fréttin var uppfærð klukkan 16:50 þegar skriflegt svar Ásmundar barst. Hann hafði áður kosið að tjá sig ekki þegar fréttastofa leitaði viðbragða.
Lögreglumál Bílar Ferðaþjónusta Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira