Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 14. maí 2025 15:02 Í athyglisverðri grein eftir formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vef Vísis í gær er fjallað um fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og vandamál sem af henni geti hlotist. Þar kemur fram að í Danmörku hafi árið 2023 verið „felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu.“ Í greininni segir einnig: „Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga.“ Þetta er vitaskuld alvarlegt mál ef rétt er – sem ég hef enga ástæðu til að efast um. Það getur vissulega verið eðlilegt og sjálfsagt að gera kröfur um íslenskukunnáttu til þeirra sem sinna ákveðnum störfum sem fela í sér málleg samskipti við þjónustuþega. Þetta á einkum við í störfum þar sem mikilvægt er að ekkert fari milli mála – í bókstaflegri merkingu – svo sem i ýmsum störfum í heilbrigðiskerfinu. Slíkar kröfur eru málefnalegar og eiga ekkert skylt við rasisma, en vandinn er hins vegar sá að oft virðast kröfur um tungumálakunnáttu byggjast á einhverju öðru en mikilvægi kunnáttunnar sjálfrar. Áðurnefnd breyting í Danmörku hefur væntanlega verið gerð til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum – ólíklegt er að hún byggist á rannsóknum sem sýni að dönskukunnátta skipti minna máli en áður var talið. Umræðan um kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra er sama marki brennd. Hún sprettur upp í tengslum við ýmss konar óánægju með fjölgun leigubílstjóra og ástandið á leigubílamarkaði, og í henni er ýmsu blandað saman. Í viðtali við innviðaráðherra á Bylgjunni nýlega var t.d. vísað í fréttir um að kaffihúsi leigubílstjóra í eigu Isavia á Keflavíkurflugvelli hefði verið „breytt í bænahús“ og þegar Birgir Þórarinsson hugðist leggja fram frumvarp um íslenskukunnáttu leigubílstjóra í fyrra sagði Morgunblaðið frá fjölda kvartana um erlenda leigubílstjóra sem m.a hefðu „lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um“ og „gjaldtaka hafi verið óheyrileg.“ Vitanlega kemur þetta íslenskukunnáttu ekkert við. Það er mikilvægt að sem flest þeirra sem hér búa skilji og tali íslensku – mikilvægt fyrir fólkið sjálft, fyrir Íslendinga, fyrir samfélagið, og fyrir íslenskuna. En eitt er að telja íslenskukunnáttu æskilega og mikilvæga og annað að gera um hana ófrávíkjanlegar kröfur, og þótt kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra kunni að vera málefnalegar verður ekki annað séð en verið sé að nota þær sem yfirskin til að losna við leigubílstjóra sem þykja óæskilegir af öðrum ástæðum. Þetta dæmi, og niðurfelling dönskuprófs hjúkrunarfræðinga í Danmörku, sýnir hvernig kröfur um tungumálakunnáttu stjórnast stundum af atvinnuástandi í tilteknum starfsgreinum frekar en af hagsmunum og öryggi viðskiptavina og sjúklinga – hvað þá hagsmunum tungumálsins. Í greininni sem vísað var til í upphafi segir enn fremur: „Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk?“ Þetta er umræða sem mikilvægt er að fari fram hér – málefnaleg umræða, byggð á skýrum rökum, um hvort eðlilegt sé að gera kröfur um íslenskukunnáttu á ýmsum sviðum og til ýmissa starfa – og þá hvaða kröfur, og til hvaða starfa. Slík umræða verður að vera raunsæ og taka mið af því að innflytjendur eru ómissandi á íslenskum vinnumarkaði og halda ýmsum starfsgreinum gangandi, og einnig af því að íslenskunám er erfitt og tekur tíma og eðlilegt er að fólk fái aðlögunartíma og því séu sköpuð skilyrði til námsins. En það verður að vera hægt að ræða þetta án þess að umræðan fari strax í skotgrafir og fólki sé ýmist brugðið um rasisma, útlendingahatur og þjóðrembu eða þá skeytingarleysi gagnvart íslenskunni og lítilsvirðingu í garð hennar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Í athyglisverðri grein eftir formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vef Vísis í gær er fjallað um fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og vandamál sem af henni geti hlotist. Þar kemur fram að í Danmörku hafi árið 2023 verið „felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu.“ Í greininni segir einnig: „Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga.“ Þetta er vitaskuld alvarlegt mál ef rétt er – sem ég hef enga ástæðu til að efast um. Það getur vissulega verið eðlilegt og sjálfsagt að gera kröfur um íslenskukunnáttu til þeirra sem sinna ákveðnum störfum sem fela í sér málleg samskipti við þjónustuþega. Þetta á einkum við í störfum þar sem mikilvægt er að ekkert fari milli mála – í bókstaflegri merkingu – svo sem i ýmsum störfum í heilbrigðiskerfinu. Slíkar kröfur eru málefnalegar og eiga ekkert skylt við rasisma, en vandinn er hins vegar sá að oft virðast kröfur um tungumálakunnáttu byggjast á einhverju öðru en mikilvægi kunnáttunnar sjálfrar. Áðurnefnd breyting í Danmörku hefur væntanlega verið gerð til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum – ólíklegt er að hún byggist á rannsóknum sem sýni að dönskukunnátta skipti minna máli en áður var talið. Umræðan um kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra er sama marki brennd. Hún sprettur upp í tengslum við ýmss konar óánægju með fjölgun leigubílstjóra og ástandið á leigubílamarkaði, og í henni er ýmsu blandað saman. Í viðtali við innviðaráðherra á Bylgjunni nýlega var t.d. vísað í fréttir um að kaffihúsi leigubílstjóra í eigu Isavia á Keflavíkurflugvelli hefði verið „breytt í bænahús“ og þegar Birgir Þórarinsson hugðist leggja fram frumvarp um íslenskukunnáttu leigubílstjóra í fyrra sagði Morgunblaðið frá fjölda kvartana um erlenda leigubílstjóra sem m.a hefðu „lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um“ og „gjaldtaka hafi verið óheyrileg.“ Vitanlega kemur þetta íslenskukunnáttu ekkert við. Það er mikilvægt að sem flest þeirra sem hér búa skilji og tali íslensku – mikilvægt fyrir fólkið sjálft, fyrir Íslendinga, fyrir samfélagið, og fyrir íslenskuna. En eitt er að telja íslenskukunnáttu æskilega og mikilvæga og annað að gera um hana ófrávíkjanlegar kröfur, og þótt kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra kunni að vera málefnalegar verður ekki annað séð en verið sé að nota þær sem yfirskin til að losna við leigubílstjóra sem þykja óæskilegir af öðrum ástæðum. Þetta dæmi, og niðurfelling dönskuprófs hjúkrunarfræðinga í Danmörku, sýnir hvernig kröfur um tungumálakunnáttu stjórnast stundum af atvinnuástandi í tilteknum starfsgreinum frekar en af hagsmunum og öryggi viðskiptavina og sjúklinga – hvað þá hagsmunum tungumálsins. Í greininni sem vísað var til í upphafi segir enn fremur: „Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk?“ Þetta er umræða sem mikilvægt er að fari fram hér – málefnaleg umræða, byggð á skýrum rökum, um hvort eðlilegt sé að gera kröfur um íslenskukunnáttu á ýmsum sviðum og til ýmissa starfa – og þá hvaða kröfur, og til hvaða starfa. Slík umræða verður að vera raunsæ og taka mið af því að innflytjendur eru ómissandi á íslenskum vinnumarkaði og halda ýmsum starfsgreinum gangandi, og einnig af því að íslenskunám er erfitt og tekur tíma og eðlilegt er að fólk fái aðlögunartíma og því séu sköpuð skilyrði til námsins. En það verður að vera hægt að ræða þetta án þess að umræðan fari strax í skotgrafir og fólki sé ýmist brugðið um rasisma, útlendingahatur og þjóðrembu eða þá skeytingarleysi gagnvart íslenskunni og lítilsvirðingu í garð hennar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun