„Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 11:34 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, segir ástríða sín á máli og menningu skýra það að hán vilji sjá umræðu um málið. Vísir/Vilhelm Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma. Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund. Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund.
Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira