ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári.
Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar.
Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð.
Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF
— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025
Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.