Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2025 15:07 Íbúð Aðalsteins í Foldahverfinu í Grafarvogi sem var innsigluð eftir árásina í október 2024. Vísir Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna. Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Sjá meira
Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Sjá meira