Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 14:11 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“ Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu um starfslok Úlfars Lúðvíkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað. Þorbjörg kveðst afar þakklát fyrir góð störf Úlfars og að ákvörðunin hafi ekkert með hæfi eða starfsgetu Úlfars að gera. Einungis sé um pólitíska ákvörðun að ræða vegna breyttra forsenda. Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.Stjr „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins.“ Virðir ákvörðun Úlfars Greint hefur verið frá því að Úlfar muni láta af embætti á miðnætti. Hann var boðaður á fund dómsmálaráðherra í dag þar sem honum var tilkynnt að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst þá lausnar á staðnum og féllst Þorbjörg á það. „Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem eru í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn þunga í landamærapólitík. Það liggur fyrir að ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð. Það eru sömuleiðis fyrirhugaðar breytingar um það að flytja komustöð svokallaða til Suðurnesja. Samhliða því að það er verið að skoða alvarlega að flytja ákveðin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“ Eru það vonbrigði að hann starfi ekki fram í nóvember? „Þetta er auðvitað bara ákvörðun Úlfars og ég virði hana.“ Spegli metnað Þorbjörg segir að ekki hafi verið um erfiðan fund að ræða. Hún segir Úlfar hafa fengið sama rökstuðning og kemur fram hér fyrir ofan. „Embættið er að stækka, verkefnin eru að aukast og mér finnst það spegla metnað fyrir verkefninu að auglýsa þá embættið. Aðdragandinn er auðvitað sá að embættismenn eru skipaðir til fimm ára. Á því tímabili þarf svo að tilkynna hvort það verði auglýst eða hvort það verði farið í sjálfkrafa endurnýjun. Aðdragandinn er auðvitað bara stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um aukna áherslu á þennan málaflokk. Það eru hinar efnislegu ástæður á bak við ákvörðunina mína.“ Úlfar talar um kaldar kveðjur, hvernig blasir það við þér? „Ég er auðvitað bara ráðherra sem er að reyna vinna í samræmri við pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar. Ég er að horfa á verkefnin og get ekki leyft mér þann munað að vera ekki með einbeitinguna þar.“
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?