Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 13. maí 2025 14:01 Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun