Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 12:08 Egilsstaðir í blíðviðri. vísir/vilhelm Slökkviliðið á Austurlandi er á varðbergi vegna aukinnar hættu á gróðureldum en búist er við miklum þurrk og hita þar næstu daga. Slökkviliðsstjóri segist hafa mestar áhyggjur af sumarbústaðabyggðum. Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“ Veður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“
Veður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira