Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 13. maí 2025 11:32 Húsnæðismál eru eitt stærsta hagsmunamál almennings. Þegar fólk fjárfestir í íbúð, leggur það oft stærstu fjárhagslegu skuldbindingu ævi sinnar undir. Þá skiptir öllu máli að sú íbúð sé örugg, vönduð og án leyndra galla. Því miður hefur íslenskt kerfi í mannvirkjagerð um árabil dregist aftur úr og núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits veitir hvorki neytendum næga vernd né stuðlar að faglegri og skilvirkri uppbyggingu. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem unnin var í framhaldi af vinnu sem ég sem innviðaráðherra beitti mér fyrir, dregur þetta skýrt fram. Þar er lagður fram vegvísir að breyttu eftirliti á Íslandi, sem setur fram djörf en nauðsynleg markmið fyrir íslenskan mannvirkjaiðnað. Um er að ræða kerfisbreytingar sem lúta að ytra eftirliti, ábyrgð í framkvæmd og tryggingum. Meðal tillagna er að leggja niður byggingarstjórakerfið, koma á fót óháðum skoðunarstofum sem framkvæma eftirlit og festa í sessi lögbundna byggingargallatryggingu sem verndar kaupanda, jafnvel ef byggingaraðili verður gjaldþrota. Þessar breytingar eru ekki einungis til að auka gæði í mannvirkjagerð – þær eru líka efnahagslega skynsamlegar. Kostnaður vegna byggingargalla er nú metinn á að minnsta kosti 25 milljarða króna árlega. Með því að færa ábyrgð til þeirra aðila sem raunverulega ráða yfir verkinu – hönnuða, iðnmeistara og einkum verkeiganda – má draga úr ósýnilegum áhættuþáttum sem valda skaða fyrir neytendur og samfélagið í heild. Lögbundin byggingargallatrygging, að danskri fyrirmynd, getur þar orðið lykilatriði. Skýrslan undirstrikar einnig mikilvægi stafrænnar þróunar, samræmingar umsóknarferla og gagnsæis í framkvæmdum. Með því að nýta Mannvirkjaskrá sem miðlægt kerfi má einfalda stjórnsýsluna, draga úr kostnaði og tryggja rekjanleika. Þetta eru raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur sem eiga sér fyrirmynd í árangursríkum breytingum á rafmagnseftirliti frá árinu 1997. Umbætur af þessu tagi gerast ekki á einni nóttu. Þær krefjast samráðs, aðlögunar og samstöðu. En með réttum skrefum má byggja upp kerfi sem umbunar vönduðum aðilum og ver neytendur gegn dýrum og oft ósýnilegum byggingargöllum. Nú er rétti tíminn til að hrinda þessum breytingum í framkvæmd. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lagt traustan grunn. Næsta skref er pólitísk forysta og breið samstaða um að framtíð mannvirkjagerðar á Íslandi eigi að byggjast á ábyrgð, gagnsæi og hagsmunum almennings. Það er mikilvægt að nú verði unnið hratt og vel að framgangi málsins sem snýr að grundvallarhagsmunum fyrir alla landsmenn. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru eitt stærsta hagsmunamál almennings. Þegar fólk fjárfestir í íbúð, leggur það oft stærstu fjárhagslegu skuldbindingu ævi sinnar undir. Þá skiptir öllu máli að sú íbúð sé örugg, vönduð og án leyndra galla. Því miður hefur íslenskt kerfi í mannvirkjagerð um árabil dregist aftur úr og núverandi fyrirkomulag byggingareftirlits veitir hvorki neytendum næga vernd né stuðlar að faglegri og skilvirkri uppbyggingu. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem unnin var í framhaldi af vinnu sem ég sem innviðaráðherra beitti mér fyrir, dregur þetta skýrt fram. Þar er lagður fram vegvísir að breyttu eftirliti á Íslandi, sem setur fram djörf en nauðsynleg markmið fyrir íslenskan mannvirkjaiðnað. Um er að ræða kerfisbreytingar sem lúta að ytra eftirliti, ábyrgð í framkvæmd og tryggingum. Meðal tillagna er að leggja niður byggingarstjórakerfið, koma á fót óháðum skoðunarstofum sem framkvæma eftirlit og festa í sessi lögbundna byggingargallatryggingu sem verndar kaupanda, jafnvel ef byggingaraðili verður gjaldþrota. Þessar breytingar eru ekki einungis til að auka gæði í mannvirkjagerð – þær eru líka efnahagslega skynsamlegar. Kostnaður vegna byggingargalla er nú metinn á að minnsta kosti 25 milljarða króna árlega. Með því að færa ábyrgð til þeirra aðila sem raunverulega ráða yfir verkinu – hönnuða, iðnmeistara og einkum verkeiganda – má draga úr ósýnilegum áhættuþáttum sem valda skaða fyrir neytendur og samfélagið í heild. Lögbundin byggingargallatrygging, að danskri fyrirmynd, getur þar orðið lykilatriði. Skýrslan undirstrikar einnig mikilvægi stafrænnar þróunar, samræmingar umsóknarferla og gagnsæis í framkvæmdum. Með því að nýta Mannvirkjaskrá sem miðlægt kerfi má einfalda stjórnsýsluna, draga úr kostnaði og tryggja rekjanleika. Þetta eru raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur sem eiga sér fyrirmynd í árangursríkum breytingum á rafmagnseftirliti frá árinu 1997. Umbætur af þessu tagi gerast ekki á einni nóttu. Þær krefjast samráðs, aðlögunar og samstöðu. En með réttum skrefum má byggja upp kerfi sem umbunar vönduðum aðilum og ver neytendur gegn dýrum og oft ósýnilegum byggingargöllum. Nú er rétti tíminn til að hrinda þessum breytingum í framkvæmd. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lagt traustan grunn. Næsta skref er pólitísk forysta og breið samstaða um að framtíð mannvirkjagerðar á Íslandi eigi að byggjast á ábyrgð, gagnsæi og hagsmunum almennings. Það er mikilvægt að nú verði unnið hratt og vel að framgangi málsins sem snýr að grundvallarhagsmunum fyrir alla landsmenn. Höfundur er formaður Framsóknar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun