Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2025 11:52 Guðlaugur Þór Þórðarson í þingsal. Hér mundar hann síma sinn og tekur mynd af þingmanni flytja jómfrúarræðu sína? Guðlaugur er ósáttur við það að eiginkonu hans, Ágústu Johnson, sé blandað inn í skrif fjölmiðla um skoðanir sem hann setur fram. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir ekki eðlilegt hvað Ágústa Johnson konan hans hefur fengið ómaklega umfjöllun bara af því að hann er í stjórnmálum. Guðlaugur, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist þar sjálfur ekki kveinka sér undan erfiðri umræðu, en það verði að vera einhverjar leikreglur um fjölskyldumeðlimi stjórnmálamanna: „Ég vil ekki tala um sjálfan mig og veit að það er hluti af því að vera í stjórnmálum að fá á sig alls konar mótlæti. Ég get ekki kvartað yfir umfjöllun um mig og veit að það er í eðli starfsins. En það er alveg nýtt að maki einhvers í stjórnmálum sé tekinn svona harkalega inn í umræðuna. Makar stjórnmálamanna fá yfirleitt að vera í friði, en þær reglur hafa breyst,“ segir Guðlaugur Þór. Segir Ágústu ævinlega tengda skrifum um skoðanir sínar Og hann nefnir einn fjölmiðil sem hann segir að hafi ráðist sérstaklega harkalega að fjölskyldunni og þá ekki síst eiginkonu Guðlaugs Þórs sem er Ágústa Johnson fjárfestir og líkamsræktardrottning. „Það er Viðskiptablaðið. Þeir hafa ráðist að okkur mjög reglulega með nafnlausum pistlum og það hefur ekkert þýtt að reyna að tala við þau,“ segir Guðlaugur Þór. Hann nefnir í þættinum nokkur dæmi um það þegar reynt hefur verið að gera hann og Ágústu konuna hans tortryggileg. „Ég hef sjaldan fengið jafn stóra mynd af mér í Morgunblaðinu eins og út af sjónarmiðum mínum í Covid út af bréfi sem Ágústa konan mín sendi fyrir hönd líkamsræktarstöðva.“ Ágústa, Guðlaugur Þór og Áslaug Friðriksdóttir. Myndin er tekin á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ágústa er fjárfestir, hún á hlut í Bláa lóninu og Guðlaugur kvartar undan því að það sé stöðugt tiltekið í tengslum við störf hans sem ráðherra.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór segir að þar hafi verið reynt að gera skoðanir hans tortryggilegar, en sem betur fer dó það hratt, enda svaraði Ágústa mjög vel fyrir sig og Guðlaugur Þór var stoltur af henni fyrir það. Spurning hvort setja þurfi reglur um þetta atriði „En almennt hljótum við að vilja hafa ákveðnar reglur um það hvað þykir eðlilegt, sérstaklega til þess að fæla ekki hæft fólk frá stjórnmálum. Ef það fer að þykja eðlilegt að draga alla fjölskylduna inn í umræðuna munu margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara í stjórnmál. Við ættum að reyna að gera það sem við getum til að halda umræðunni málefnalegri og hjóla ekki alltaf í manninn.“ Sölvi og Guðlaugur ræða í þættinum um atburðarrásina þegar Ásthildur Lóa sagði nýlega af sér sem ráðherra. Guðlaugur segir að þegar rykið sé sest sé erfitt að sjá af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun: „Þetta er svolítið merkilegt mál. Ég held að þegar rykið er sest spyrji flestir sig: Af hverju var hún að segja af sér? Þetta gerðist auðvitað mjög hratt, en svo var reynt að snúa þessu þannig að við Sjálfstæðismenn hefðum staðið á bakvið þetta einhvern vegin sem er náttúrulega kolrangt.“ Ekki sanngjarnt að lagt sé gildismat nútímans við liðna tíma Guðlaugur Þór segist alinn upp í litlu samfélagi, á Borgarnesi, og það sem ég tók út úr því er að það er ekki hægt að búa í litlu samfélagi ef að fólk vill ekki sýna umburðarlyndi og fyrirgefningu. „Og Ísland er bara lítið samfélag. Auðvitað á ekki að segja já við hvaða hegðun sem er, en það er ekki hægt að blása fólk bara út af fyrir eitthvað sem það gerði fyrir meira en 30 árum. Ég legg ekki dóm á þetta tiltekna mál í aðra hvora áttina, en hlutirnir voru allt öðruvísi á þessum tíma og það þarf að taka það með í reikninginn.“ Guðlaugur Þór segir erfitt að útskýra það fyrir yngra fólki, en það getur ekki verið sanngjarnt að taka áratugagömul mál og færa þau inn í leikreglur nútímans. „Ég skil ekki alveg af hverju forystumenn ríkisstjórnarinnar drógu ekki aðeins andann og ræddu þetta betur áður en hún sagði af sér.“ Fólk í rekstri oft teiknað upp sem glæpamenn Eitt af því sem rætt er í þættinum er hlutverk ríkisins og í hvaða rekstri það á að vera. Guðlaugur er á því að það sé ekki gott ef stærstur hluti stjórnmálamanna hafi enga reynslu af því að koma að rekstri eða atvinnulífinu. „Við verðum altaf að vera að hugsa: Hvernig viljum við forgangsraða fjármunum ríkisins? Hvað á ríkið að gera og hvað á ríkið ekki að gera? Það á ekki að vera lögmál að ríkið sé í alls konar rekstri ef það er óþarfi.“ Og Guðlaugur Þór segir það því miður algengt að rekstur sé bara alls ekki nógu góður hjá hinu opinbera. „Það er á mjög mörgum sviðum þar sem þarf að fara yfir hvort það sé eðlilegt að ríkið sé með fingurna þar og þá hve stórt á hlutverkið að vera. Klassísk umræða er til dæmis fjölmiðlun, þar sem er í mínum huga augljóst að aðrir en ríkið geta hæglega sinnt því hlutverki. Þá þarf að spyrja af hverju ríkið sé svona stórt og sterkt í fjölmiðlarekstri. Að mínu mati er augljóst að það þarf að endurskilgreina hlutverk RÚV.“ Guðlaugur Þór segir jákvætt að sem flestir stjórnmálamenn hafi einhverja reynslu af rekstri og sjálfur býr hann að þeirri reynslu en hann var til að mynda framkvæmdastjóri Fíns miðils sem rak útvarpsstöðvar. Árið 2022 skoraði Guðlaugur Bjarna Benediktsson, þá formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Guðlaugur Þór hlaut rúmlega fjörutíu prósent atkvæða og má vel við una.vísir/vilhelm „Ég hef stundum sagt að þú ættir nánast ekki að bjóða þig fram nema prófað að hafa verið einyrki eða komið að einhvers konar rekstri, bara til að skilja einkageirann og hvað það er að fá ekki alltaf bara launaseðil sjálfkrafa hver mánaðarmót. Það er mjög vont ef þeir sem stjórna hafa engan skilning á því hvernig rekstur gengur fyrir sig og geta ómögulega sett sig í spor þeirra sem eru að reka fyrirtæki og eru með fólk í vinnu.“ Og sérstaklega vont er ef viðhorfið er mjög neikvætt og að fólk í rekstri sé upp til hópa vont fólk og glæpamenn. „Sem vilja bara græða peninga með öllum tiltækum ráðum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Guðlaug og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Guðlaugur, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist þar sjálfur ekki kveinka sér undan erfiðri umræðu, en það verði að vera einhverjar leikreglur um fjölskyldumeðlimi stjórnmálamanna: „Ég vil ekki tala um sjálfan mig og veit að það er hluti af því að vera í stjórnmálum að fá á sig alls konar mótlæti. Ég get ekki kvartað yfir umfjöllun um mig og veit að það er í eðli starfsins. En það er alveg nýtt að maki einhvers í stjórnmálum sé tekinn svona harkalega inn í umræðuna. Makar stjórnmálamanna fá yfirleitt að vera í friði, en þær reglur hafa breyst,“ segir Guðlaugur Þór. Segir Ágústu ævinlega tengda skrifum um skoðanir sínar Og hann nefnir einn fjölmiðil sem hann segir að hafi ráðist sérstaklega harkalega að fjölskyldunni og þá ekki síst eiginkonu Guðlaugs Þórs sem er Ágústa Johnson fjárfestir og líkamsræktardrottning. „Það er Viðskiptablaðið. Þeir hafa ráðist að okkur mjög reglulega með nafnlausum pistlum og það hefur ekkert þýtt að reyna að tala við þau,“ segir Guðlaugur Þór. Hann nefnir í þættinum nokkur dæmi um það þegar reynt hefur verið að gera hann og Ágústu konuna hans tortryggileg. „Ég hef sjaldan fengið jafn stóra mynd af mér í Morgunblaðinu eins og út af sjónarmiðum mínum í Covid út af bréfi sem Ágústa konan mín sendi fyrir hönd líkamsræktarstöðva.“ Ágústa, Guðlaugur Þór og Áslaug Friðriksdóttir. Myndin er tekin á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ágústa er fjárfestir, hún á hlut í Bláa lóninu og Guðlaugur kvartar undan því að það sé stöðugt tiltekið í tengslum við störf hans sem ráðherra.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór segir að þar hafi verið reynt að gera skoðanir hans tortryggilegar, en sem betur fer dó það hratt, enda svaraði Ágústa mjög vel fyrir sig og Guðlaugur Þór var stoltur af henni fyrir það. Spurning hvort setja þurfi reglur um þetta atriði „En almennt hljótum við að vilja hafa ákveðnar reglur um það hvað þykir eðlilegt, sérstaklega til þess að fæla ekki hæft fólk frá stjórnmálum. Ef það fer að þykja eðlilegt að draga alla fjölskylduna inn í umræðuna munu margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara í stjórnmál. Við ættum að reyna að gera það sem við getum til að halda umræðunni málefnalegri og hjóla ekki alltaf í manninn.“ Sölvi og Guðlaugur ræða í þættinum um atburðarrásina þegar Ásthildur Lóa sagði nýlega af sér sem ráðherra. Guðlaugur segir að þegar rykið sé sest sé erfitt að sjá af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun: „Þetta er svolítið merkilegt mál. Ég held að þegar rykið er sest spyrji flestir sig: Af hverju var hún að segja af sér? Þetta gerðist auðvitað mjög hratt, en svo var reynt að snúa þessu þannig að við Sjálfstæðismenn hefðum staðið á bakvið þetta einhvern vegin sem er náttúrulega kolrangt.“ Ekki sanngjarnt að lagt sé gildismat nútímans við liðna tíma Guðlaugur Þór segist alinn upp í litlu samfélagi, á Borgarnesi, og það sem ég tók út úr því er að það er ekki hægt að búa í litlu samfélagi ef að fólk vill ekki sýna umburðarlyndi og fyrirgefningu. „Og Ísland er bara lítið samfélag. Auðvitað á ekki að segja já við hvaða hegðun sem er, en það er ekki hægt að blása fólk bara út af fyrir eitthvað sem það gerði fyrir meira en 30 árum. Ég legg ekki dóm á þetta tiltekna mál í aðra hvora áttina, en hlutirnir voru allt öðruvísi á þessum tíma og það þarf að taka það með í reikninginn.“ Guðlaugur Þór segir erfitt að útskýra það fyrir yngra fólki, en það getur ekki verið sanngjarnt að taka áratugagömul mál og færa þau inn í leikreglur nútímans. „Ég skil ekki alveg af hverju forystumenn ríkisstjórnarinnar drógu ekki aðeins andann og ræddu þetta betur áður en hún sagði af sér.“ Fólk í rekstri oft teiknað upp sem glæpamenn Eitt af því sem rætt er í þættinum er hlutverk ríkisins og í hvaða rekstri það á að vera. Guðlaugur er á því að það sé ekki gott ef stærstur hluti stjórnmálamanna hafi enga reynslu af því að koma að rekstri eða atvinnulífinu. „Við verðum altaf að vera að hugsa: Hvernig viljum við forgangsraða fjármunum ríkisins? Hvað á ríkið að gera og hvað á ríkið ekki að gera? Það á ekki að vera lögmál að ríkið sé í alls konar rekstri ef það er óþarfi.“ Og Guðlaugur Þór segir það því miður algengt að rekstur sé bara alls ekki nógu góður hjá hinu opinbera. „Það er á mjög mörgum sviðum þar sem þarf að fara yfir hvort það sé eðlilegt að ríkið sé með fingurna þar og þá hve stórt á hlutverkið að vera. Klassísk umræða er til dæmis fjölmiðlun, þar sem er í mínum huga augljóst að aðrir en ríkið geta hæglega sinnt því hlutverki. Þá þarf að spyrja af hverju ríkið sé svona stórt og sterkt í fjölmiðlarekstri. Að mínu mati er augljóst að það þarf að endurskilgreina hlutverk RÚV.“ Guðlaugur Þór segir jákvætt að sem flestir stjórnmálamenn hafi einhverja reynslu af rekstri og sjálfur býr hann að þeirri reynslu en hann var til að mynda framkvæmdastjóri Fíns miðils sem rak útvarpsstöðvar. Árið 2022 skoraði Guðlaugur Bjarna Benediktsson, þá formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Guðlaugur Þór hlaut rúmlega fjörutíu prósent atkvæða og má vel við una.vísir/vilhelm „Ég hef stundum sagt að þú ættir nánast ekki að bjóða þig fram nema prófað að hafa verið einyrki eða komið að einhvers konar rekstri, bara til að skilja einkageirann og hvað það er að fá ekki alltaf bara launaseðil sjálfkrafa hver mánaðarmót. Það er mjög vont ef þeir sem stjórna hafa engan skilning á því hvernig rekstur gengur fyrir sig og geta ómögulega sett sig í spor þeirra sem eru að reka fyrirtæki og eru með fólk í vinnu.“ Og sérstaklega vont er ef viðhorfið er mjög neikvætt og að fólk í rekstri sé upp til hópa vont fólk og glæpamenn. „Sem vilja bara græða peninga með öllum tiltækum ráðum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Guðlaug og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira