Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Það er mikil stuð í myndbandinu og þar má sjá marga koma fyrir sjónir. Youtube/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á lokamóti EM í Sviss í byrjun júlí en íslenska knattspyrnusambandið frumsýndi ekki nýja treyju fyrir mótið heldur einnig tónlistarmyndband sem er tileinkað mótinu. Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a> Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a>
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira