„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. maí 2025 00:19 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira