Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2025 22:11 Boeing 767-breiðþota Icelandair að lenda í Keflavík. Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um flotamál Icelandair en Boeing 767-breiðþoturnar eru stærstu þotur félagsins, taka 262 farþega, og með tveimur farrýmisgöngum um borð. Úr farþegarými Boeing 767-þotu Icelandair. Sjö sæti eru í hverri sætaröð og tveir gangvegir.KMU Þær hafa verið í rekstri Icelandair frá árinu 2015. Þrjár slíkar eru í flotanum en núna hefur stjórn félagsins ákveðið að reka eingöngu mjóar þotur með einum miðjugangi í farrými. „Það er samkeppnisforskotið okkar, að við getum flogið lengra í vestur og lengra í austur á þessum hagkvæmu mjóþotum heldur en samkeppnisaðilar á öðrum tengiflugvöllum hérna í kringum okkur. Það verður svona kjarninn í okkar starfsemi til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Niðurstaðan er að hætta breiðþoturekstri. Við reiknum með að sumarið ’29 verði síðasta árið sem við verðum með 767-þoturnar í rekstri.“ Þessi ákvörðun gildir þó aðeins um farþegaflugið en félagið hefur einnig nýtt 767-þotur í fraktflugi. Boeing 767-fraktþota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Við erum með eina 767-breiðþotu fraktvél núna í fraktinni. Þannig að það er annað flotaverkefni hvernig fraktflotinn okkar verður til framtíðar.“ Stærsta spurningin er þó hvort að Icelandair muni í framhaldi af kaupum á Airbus A321-þotunum stefna að því að vera eingöngu með Airbus-flota eða hvort Boeing 737 MAX-þoturnar verði áfram reknar samhliða. Boeing 737 max 9-þota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Báðir kostir líta ágætlega út. Það er einföldun í því að vera með sömu tegund, sama framleiðanda. En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur. Þannig að þessir tveir möguleikar koma báðir mjög sterklega til greina. Og núna er framundan greiningarvinna og síðan ákvörðun hvað þetta varðar,“ segir forstjóri Icelandair. Fyrsta Airbus-þota Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. Nýju Airbus A321 LR-þotur félagsins hafa álíka flugþol og Boeing 767-þotur félagsins.Matthías Sveinbjörnsson Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um flotamál Icelandair en Boeing 767-breiðþoturnar eru stærstu þotur félagsins, taka 262 farþega, og með tveimur farrýmisgöngum um borð. Úr farþegarými Boeing 767-þotu Icelandair. Sjö sæti eru í hverri sætaröð og tveir gangvegir.KMU Þær hafa verið í rekstri Icelandair frá árinu 2015. Þrjár slíkar eru í flotanum en núna hefur stjórn félagsins ákveðið að reka eingöngu mjóar þotur með einum miðjugangi í farrými. „Það er samkeppnisforskotið okkar, að við getum flogið lengra í vestur og lengra í austur á þessum hagkvæmu mjóþotum heldur en samkeppnisaðilar á öðrum tengiflugvöllum hérna í kringum okkur. Það verður svona kjarninn í okkar starfsemi til framtíðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Niðurstaðan er að hætta breiðþoturekstri. Við reiknum með að sumarið ’29 verði síðasta árið sem við verðum með 767-þoturnar í rekstri.“ Þessi ákvörðun gildir þó aðeins um farþegaflugið en félagið hefur einnig nýtt 767-þotur í fraktflugi. Boeing 767-fraktþota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Við erum með eina 767-breiðþotu fraktvél núna í fraktinni. Þannig að það er annað flotaverkefni hvernig fraktflotinn okkar verður til framtíðar.“ Stærsta spurningin er þó hvort að Icelandair muni í framhaldi af kaupum á Airbus A321-þotunum stefna að því að vera eingöngu með Airbus-flota eða hvort Boeing 737 MAX-þoturnar verði áfram reknar samhliða. Boeing 737 max 9-þota Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Báðir kostir líta ágætlega út. Það er einföldun í því að vera með sömu tegund, sama framleiðanda. En á sama tíma þá er MAX-vélin frábær vél fyrir okkar leiðakerfi og er að standa sig mjög vel. Og það getur alveg komið til greina að vera með hana svona sem kjarnavél á styttri áfangastaði, til Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna, og vera svo með Airbus LR og XLR á lengri staði í Norður-Ameríku og svo jafnvel lengra í austur. Þannig að þessir tveir möguleikar koma báðir mjög sterklega til greina. Og núna er framundan greiningarvinna og síðan ákvörðun hvað þetta varðar,“ segir forstjóri Icelandair. Fyrsta Airbus-þota Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. Nýju Airbus A321 LR-þotur félagsins hafa álíka flugþol og Boeing 767-þotur félagsins.Matthías Sveinbjörnsson
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. 26. desember 2024 21:00
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00
Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00