Innlent

Fundu, lögðu hald á og drápu snáka

Samúel Karl Ólason skrifar
Snákarnir tveir í búri.
Snákarnir tveir í búri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögregluþjónar fundu á dögunum tvo snáka í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt gerist ekki oft en þó „endrum og eins“.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti mynd af dýrunum á Facebook en þar kemur fram að hald hafi verið lagt á dýrin og var þeim í kjölfarið lógað og fargað.

„Það er ýmislegt sem getur komið upp á vaktinni og lögreglumenn þurfa að vera við öllu búnir. Að eiga við snáka er ekki daglegur viðburður, en gerist endrum og eins,“ segir í færslu lögreglunnar.

Ekki fylgir sögunni hvernig snáka um var að ræða eða hvort þeir hafi verið eitraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×