Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 19:46 Sigurlið MS, sem er að fara að keppa til verðlauna í Aþenu í Grikklandi með hundaleikfangið sitt eru hér með rektor skólans. Þetta eru þau frá vinstri, Ketill Ágústsson, Selma Lísa Björgvinsdóttir, Helga Sigríður, rektor, Alma Ösp Óskarsdóttir, Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Aron Valur Gunnlaugsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins
Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira