Notast á við Neutron-eldflaugar Rocket Lab en það eru geimflaugar sem hannaðar eru til að lenda aftur á jörðu niðri. Slíka geimflaugar eru til, og má þar helst nefna Falcon 9 flaugar SpaceX, en þær lenda oftar en ekki á sama stað og þeim var skotið á loft eða á drónaskipi undan ströndum Flórída.
Starfsmenn Rocket Lab munu vinna að því að þróa tækni til að nota Neutron geimflaugar til að flytja allt að þrettán tonn af hergögnum og/eða birgðum hvert sem er á jörðinni á einungis nokkrum klukkustundum.
Sem dæmi má nefna að hægt væri að nota þessa tækni til að senda hergögn eins og skotfæri til umkringdra hermanna hvar sem er í heiminum með litlum fyrirvara.
Vonast er til að framkvæma fyrsta tilraunaskotið á næsta ári.
We’ve signed a launch contract on Neutron with the @AFResearchLab to test point-to-point global cargo delivery.
— Rocket Lab (@RocketLab) May 8, 2025
AFRL’s payload will be launched on Neutron and return to Earth in a demonstration of re-entry capability for future missions.
Launching NET 2026. Full details:… pic.twitter.com/GtZDtOuTWn
Neutron eldflaugarnar eru hannaðar með aukna samkeppni við SpaceX í huga. Með því að endurnýta geimflaugar er hægt að draga verulega úr kostnaði við geimferðir.
Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug
Í yfirlýsingu frá Rocket Lab segir að samningurinn við flugherinn feli í sér kúvendingu á markaði geimferða og muni bæta hernaðarbirgðanet Bandaríkjanna til muna.
Peter Beck, stofnandi fyrirtækisins, segir samninginn til marks um trúa forsvarsmanna flughers Bandaríkjanna á getu Neutron. Geimflaugin muni marka tímamót vegna mikillar getu, lítils kostnaðar og áreiðanleika.
Pointy end up ⬆️ Testing is underway and close to completing qualification.
— Rocket Lab (@RocketLab) May 9, 2025
This Neutron assembly represents the top of Stage 1 and includes the hungry hippo reusable fairing, canards, and the extended interstage with some of the most complex mechanical systems that exist on the… pic.twitter.com/Mxv9h6XPUm
Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring.
Eldflaugin hefur ekki enn tekið á loft en til stendur að reyna það í fyrsta sinn á þessu ári. Þá á að skjóta eldflaug á loft frá Virginíu í Bandaríkjunum.