Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 13:32 Enzo Maresca aðstoðaði Manuel Pellegrini hjá West Ham United. Hann lék líka undir hans stjórn hjá Málaga. getty/Arfa Griffiths Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, er spenntur fyrir því að mæta sínum gamla lærimeistara, Manuel Pellegrini, í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu. Chelsea og Real Betis mætast í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Wroclaw í Póllandi 28. maí næstkomandi. Maresca og strákarnir hans í Chelsea unnu Djurgården, 1-0, á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í undanúrslitunum í gær. Enska liðið vann einvígið, 5-1 samanlagt. Betis, sem Pellegrini stýrir, þurfti að hafa öllu meira fyrir hlutunum gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina. Ítalarnir unnu fyrri leikinn, 2-1, en Betis jafnaði í seinni leiknum í gær og úrslitin réðust í framlengingu. Abde Ezzalzouli skoraði þar markið sem tryggði Spánverjunum sæti í sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni. Maresca mætti of seint á blaðamannafund eftir leikinn gegn Djurgården þar sem hann var að fylgjast með framlengingunni hjá Betis og Fiorentina. Hann spilaði undir stjóri Pellegrinis hjá Málaga og var svo í þjálfarateymi hans hjá West Ham United. Maresca hlakkar til að mæta Pellegrini í úrslitaleiknum í lok mánaðarins. „Ég er ánægður að mæta Betis, sérstaklega vegna Manuels Pellegrini. Hann er svona fótboltapabbi minn. Svo við verðum mjög glaðir. Ég var með hann í fjögur ár, tvö sem leikmaður og tvö ár sem þjálfari hjá honum,“ sagði Maresca. „Ég veit alveg hvernig hann hugsar um leikmenn en það mikilvægasta er að hann er heiðarlegur. Hann er góð manneskja og reynir alltaf að vera heiðarlegur við sína leikmenn. Og ég reyni að læra mikið af þessari aðferð.“ Sem leikmaður vann Maresca Evrópudeildina í tvígang með erkifjendum Betis, Sevilla. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Chelsea og Real Betis mætast í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Wroclaw í Póllandi 28. maí næstkomandi. Maresca og strákarnir hans í Chelsea unnu Djurgården, 1-0, á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í undanúrslitunum í gær. Enska liðið vann einvígið, 5-1 samanlagt. Betis, sem Pellegrini stýrir, þurfti að hafa öllu meira fyrir hlutunum gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina. Ítalarnir unnu fyrri leikinn, 2-1, en Betis jafnaði í seinni leiknum í gær og úrslitin réðust í framlengingu. Abde Ezzalzouli skoraði þar markið sem tryggði Spánverjunum sæti í sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni. Maresca mætti of seint á blaðamannafund eftir leikinn gegn Djurgården þar sem hann var að fylgjast með framlengingunni hjá Betis og Fiorentina. Hann spilaði undir stjóri Pellegrinis hjá Málaga og var svo í þjálfarateymi hans hjá West Ham United. Maresca hlakkar til að mæta Pellegrini í úrslitaleiknum í lok mánaðarins. „Ég er ánægður að mæta Betis, sérstaklega vegna Manuels Pellegrini. Hann er svona fótboltapabbi minn. Svo við verðum mjög glaðir. Ég var með hann í fjögur ár, tvö sem leikmaður og tvö ár sem þjálfari hjá honum,“ sagði Maresca. „Ég veit alveg hvernig hann hugsar um leikmenn en það mikilvægasta er að hann er heiðarlegur. Hann er góð manneskja og reynir alltaf að vera heiðarlegur við sína leikmenn. Og ég reyni að læra mikið af þessari aðferð.“ Sem leikmaður vann Maresca Evrópudeildina í tvígang með erkifjendum Betis, Sevilla.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira