Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 09:00 Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun