Þetta kemur fram í tilkynningu frá björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ.
Skipið sem var dregið heitir Hildur SH 777, er 33 metra langt og 475 brúttótonn að þyngd. Samkvæmt Lífsbjörgu lét Hildur „mjög vel í drætti“.
„Því má segja að Björgin sé búin að sýna sig og sanna fyrir áhöfn sinni sem var mjög ánægð með dráttargetu nýja Björgunarskipsins,“ segir í tilkynningunni en Lífsbjörg tók við björgunarbátnum í október 2024.



