Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2025 12:00 Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir sveitarstjórn fylgjast vel með málinu. Vísir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. Greint var frá því í morgun að rekstrarstöðvun væri yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík. Kári Marís Guðmundsson forstjóri hefur sagt að ástæður erfiðleikanna séu aðstæður á mörkuðum sem séu mjög erfiðar nú um stundir en fyrirtækið framleiðir kísilmálm og selur til útlanda. Endanleg ákvörðun um rekstrarstöðvun hafi ekki verið tekin en Kári segir að ef ekkert breytist á næstu vikum yrði ekki annað í stöðunni en að klára hráefni sem til er og fara svo í einhverskonar rekstrarstöðvun. Katrín segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Verksmiðja PCC á Bakka er þessu samfélagi hér á Norðurþingi gríðarlega mikilvæg. Þetta er stórt fyrirtæki og skiptir höfuðmáli fyrir okkur að þetta sé í góðum rekstri,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings í samtali við fréttastofu. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 130 talsins og yrðu áhrif rekstrarstöðvunar þess gríðarleg á sveitarfélagið að sögn Katrínar. Þegar hefur fyrirtækið gengið í gegnum endurskipulagningu og fækkað í starfsmannahópi um tuttugu manns á þessu ári. „Ég get kannski bætt því við að hérna við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og yfirmenn þar sem eru að vinna hörðum höndum að framtíð fyrirtækisins og ég vona bara að það gangi vel hjá þeim.“ Einnig verði til afleidd störf á svæðinu vegna verksmiðjunnar sem skipti gríðarlegu máli en Katrín segir vel fylgst með stöðunni. „Við vitum ekki hvernig þetta endar, við erum í mjög góðu samtali við forstjórann og forsvarsmenn PCC og við höfum einnig verið í samtali við ráðamenn, þingmennina okkar, þannig að við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi.“ Norðurþing Stóriðja Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Greint var frá því í morgun að rekstrarstöðvun væri yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík. Kári Marís Guðmundsson forstjóri hefur sagt að ástæður erfiðleikanna séu aðstæður á mörkuðum sem séu mjög erfiðar nú um stundir en fyrirtækið framleiðir kísilmálm og selur til útlanda. Endanleg ákvörðun um rekstrarstöðvun hafi ekki verið tekin en Kári segir að ef ekkert breytist á næstu vikum yrði ekki annað í stöðunni en að klára hráefni sem til er og fara svo í einhverskonar rekstrarstöðvun. Katrín segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Verksmiðja PCC á Bakka er þessu samfélagi hér á Norðurþingi gríðarlega mikilvæg. Þetta er stórt fyrirtæki og skiptir höfuðmáli fyrir okkur að þetta sé í góðum rekstri,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings í samtali við fréttastofu. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 130 talsins og yrðu áhrif rekstrarstöðvunar þess gríðarleg á sveitarfélagið að sögn Katrínar. Þegar hefur fyrirtækið gengið í gegnum endurskipulagningu og fækkað í starfsmannahópi um tuttugu manns á þessu ári. „Ég get kannski bætt því við að hérna við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og yfirmenn þar sem eru að vinna hörðum höndum að framtíð fyrirtækisins og ég vona bara að það gangi vel hjá þeim.“ Einnig verði til afleidd störf á svæðinu vegna verksmiðjunnar sem skipti gríðarlegu máli en Katrín segir vel fylgst með stöðunni. „Við vitum ekki hvernig þetta endar, við erum í mjög góðu samtali við forstjórann og forsvarsmenn PCC og við höfum einnig verið í samtali við ráðamenn, þingmennina okkar, þannig að við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi.“
Norðurþing Stóriðja Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira