Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 06:55 Jörð hefur reglulega skolfið ofan við Mýrar í Borgarbyggð frá árinu 2021. Vísir/KMU Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn um klukkan 06:15 í morgun og samkvæmt fyrstu yfirferð upp úr klukkan 06:30 sé hann 3,7 að stærð. Sem áður segir varð annar skjálfti sömu stærðar þann 15. apríl síðastliðinn. Þáttaskil á dögunum Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að þáttaskil hefðu orðið í Ljósufjallakerfinu nokkrum dögum áður þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum.“ Engir eftirskjálftar Steinunn segir að almennt séð hafi verið nokkur skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu frá árinu 2021 og erfitt sé að lesa mikið í stakan stóra skjálfta sem þann sem varð í morgun. „Það er ekki að fylgja nein eftirskjálftavirkni. Við erum vön að sjá hrynur á þessu svæði en það er ekki nein slík að eiga sér stað núna, þetta er bara stakur skjálfti.“ Þá segir hún að skjálftinn hafi orðið á mjög miklu dýpi, rúmlega átján kílómetra, og því séu líkur á að kvikuhreyfing sé á miklu dýpi. Engin hætta sé talin á yfirvofandi eldgosi, enda tæki það kviku langan tíma að komast til yfirborðs af svo miklu dýpi. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn um klukkan 06:15 í morgun og samkvæmt fyrstu yfirferð upp úr klukkan 06:30 sé hann 3,7 að stærð. Sem áður segir varð annar skjálfti sömu stærðar þann 15. apríl síðastliðinn. Þáttaskil á dögunum Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að þáttaskil hefðu orðið í Ljósufjallakerfinu nokkrum dögum áður þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum.“ Engir eftirskjálftar Steinunn segir að almennt séð hafi verið nokkur skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu frá árinu 2021 og erfitt sé að lesa mikið í stakan stóra skjálfta sem þann sem varð í morgun. „Það er ekki að fylgja nein eftirskjálftavirkni. Við erum vön að sjá hrynur á þessu svæði en það er ekki nein slík að eiga sér stað núna, þetta er bara stakur skjálfti.“ Þá segir hún að skjálftinn hafi orðið á mjög miklu dýpi, rúmlega átján kílómetra, og því séu líkur á að kvikuhreyfing sé á miklu dýpi. Engin hætta sé talin á yfirvofandi eldgosi, enda tæki það kviku langan tíma að komast til yfirborðs af svo miklu dýpi.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira