PSG vann fyrri leikinn á Emirates, 0-1, og var því í góðri stöðu fyrir leikinn á Parc des Princes í gær.
Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti en tókst ekki að skora. Það gerði Ruiz hins vegar með frábæru skoti á 27. mínútu.
Á 69. mínútu fékk PSG víti en David Raya varði slaka spyrnu Vitinhas. Þremur mínútum síðar skoraði Hakimi svo annað mark Parísarliðsins og hagur þess vænkaðist því verulega.
Saka minnkaði muninn á 76. mínútu en nær komst Arsenal ekki og varð að játa sig sigrað.
PSG vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-1 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München 31. maí mætir PSG Inter.
Mörkin úr leik PSG og Arsenal og fögnuð Parísarliðsins eftir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.