Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:19 Jón Óttar Ólafsson, annar tveggja fyrrverandi lögreglumanna sem áttu ráðgjafarfyrirtækið PPP. Félagarnir njósnuðu um fólk fyrir Björgólf Thor Björgólfsson en RÚV segir nú að þeir hafi einnig stolið viðkvæmum gögnum frá lögreglu og sérstökum saksóknara. Vísir/Pjetur Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira